Thursday, February 16, 2012

Norður og niður Kórea: um annarlegan málflutning!

Kóreustríðið stendur enn yfir, það var samið um vopnahlé. Hernaðarandstæðingar og sovétsinnar halda því mjög á lofti að stríð séu með öllu óþekkt í veraldarsögunni. Stefán Pálsson formaður hernaðarandstæðinga og sovétsinna segir það ekki berum orðum að aldrei hafa verið háð styrjöld í gervallri mannkynssögunni. En það er undirliggjandi í röksemdarfærslu hernaðarandstæðinga og sovétsinna að aldrei hafi verið háð stríð, styrjöld né heldur heimsstyrjöld. Kannski mætti segja að hernaðarandstæðingar og sovétsinnar að þeir séu í afneitun. Stríð sé of hræðilegt til að hægt sé að viðurkenna tilvist þess. En þá má benda hernaðarandstæðingum og sovétsinnum á það, að jafnvel á vorum dögum eru styrjaldir og stríðsrekstur víða um heim. Við prísum okkur sæl á Íslandi að vera fjarri heimsins vopnagný. Það sviptir okkur Íslendinga ekki ábyrgð á því að leggja af mörkum til öryggis- og varnarmála í okkar heimshluta. Annarra þjóða karlar og konur eða jafnvel börn líta öfundaraugum til Íslands einmitt af framangreindum sökum. Helsta váin gagnvart heimsfriðnum er ástandið á Kóreuskaga og ógnin frá Norður-Kóreu. Eins er hætta á vopnakapphlaupi í Miðausturlöndum ef Íran nær því marki að geta framleitt kjarnorkuvopn. Allt þetta verður að gefa gaum að og standa vörð um frelsi og frið, mannréttindi og lýðræði.

No comments:

Post a Comment