Tuesday, March 13, 2012

Af hernaðarandstæðingum og Sovétsinnum

Sá ágalli er á málflutningi hernaðarandstæðinga og Sovétsinna er sá, að tal þessa fólks hefur ósköp lítið að gera með skynveruleika tíma og rúms. Höfum hugfast að stríð er eitthvað sem alltaf hafa verið háð í veraldarsögunni og jafnvel eru þau háð á vorum dögum. Hér á Íslandi upplifðum við Tyrkjaránið, og eins og kemur fram í bókinni Dauðinn í Dumbshafi var seinni heimsstyrjöldin veruleiki sem Íslendingar fóru ekki varhluta af. Þannig að jafnvel á þessari fjarlægu eyju sem Ísland er, með annars vegar hina geypimiklu Grænlandsísbreiðu í vestur og norðvestur, en hins vegar þá ófæru sem Norður-Atlantshafið löngum var í austri, vestri og suðri. Grænlandsjökull var og er raunar enn eins og óklífur veggur og Norður-Atlantshafið sömuleiðis. En á 20. öld og þeirri öld sem nú er gengin í garð þá er Ísland í þjóðleið á milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Kannski mun hið sama eiga við um siglingar um Norður-Íshafið, frá Atlantshafi og til Kyrrhafs, svo kallaðar norðvestur eða norðaustur siglingaleiðir þar um. Nýlegt slys á Miðjarðarhafi sem Costa Concordia varð fyrir og annað óhapp farþegaskips á Indlandshafi setja þessi má í brennidepil. Niðurstaðan er að málflutningur sem tekur ekki mið af raunveruleikanum er óþarfur og illa til fundin af hálfu hernaðarandstæðinga og Sovétsinna. Annað mál er að það ríkir engin bannhelgi í umræðu um íslensk öryggis- og varnarmál.  

No comments:

Post a Comment