Tuesday, February 7, 2012

Dean Acheson og Ísland

Dean Acheson ritar í upphafi sjálfsævisögu sinnar að í viðskiptum sínum við íslenska ráðamenn hafi hann komist að meiru um sauðagærur heldur en hann hafi kært sig um að vita. Bandaríkin hafi eignast fleiri slíkar sauðagærur en Abraham hefði getað gert sér í hugarlund. Líklega er hér átt við Abraham Lincoln frekar en Abraham Biflíunnar, sem var faðir frekar en sonur Móses. Um Acheson var sagt "He did not suffer fools". En óþarfi er að endurskíra hann Ache(r)son eins og gert er í nýlegri bók og honum ruglað saman við samnefndan herforingja bandarískan sem dvaldi hér á tíma hersetu síðari heimsstyrjaldarinnar eða skömmu eftir það. Nýlega hafa svo komið út tvær ævisögur um Dean Acheson. Önnur heitir Acheson. The Secretary of State who Created the American World, en hin ber heitið Dean Acheson. A Life in the Cold War. Hvor bókin um sig, en líka sjálfsævisagan, eru afbragðsgóðar aflestrar. Til allrar hamingju höfðu Bandaríkjamenn á að skipa hæfum einstaklingum við upphaf kalda stríðsins, til að mynda Averell Harrimann, George C. Marshall, Harry S. Truman, og svo auðvitað téðum Acheson. Þetta mannval tryggði það að Bandaríkin komu á Pax Americana það sem eftir leið 20. öldinni.      

1 comment:

  1. Hvers vegna er ég að gerast félagi á minni eigin bloggsíðu en engin annar. Fyrst í gegnum Blogger-ið og núna í gegnum tístið.

    ReplyDelete