Saturday, May 12, 2012

Frjálshyggja + kommúnismi = trúarkenningar

Frjálshyggjutrúboð virðist engan endi ætla að taka. Ráðstjórnar-Sovétið hrundi og hvað gerðist nema það að þursinn atarna rak fram nýjan haus kenndan við frjálshyggju, nýfrjálshyggu eða hólmsteinsku. Til hvers var unnin bugur á Sovétinu ef nýfrjálshyggjan boðar endalok sögunnar og upprisu þjóðhagfræðinnar. Það sama gerðu kommúnistar, líkt og nýfrjálshyggju-sinnar gera daginn í dag. Marxisminn hefur sem betur fer gengið í endurnýjun lífdaga, enda var Októberbyltingin óheillaskref og afturför fyrir marxismann. Auðvitað vottar maður Eduard Bernstein virðingu sína, lýðræði er einni valkosturinn. Á Íslandi reyndu frjálshyggjutrúboðs-sinnar að festa hugmyndina í sessi með 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þannig átti að gernegla frjálshyggjuna líkt og Miðaldakirkjan blessaði vopnin forðum áður en haldið var til stríðs og mannvíga. Kommúnisminn og nýfrjálshyggjan (lesið: hólmsteinka) eru þegar allt kemur til alls tvær hliðar á einum og sama peningnum. Íslendingar eiga að hafna trúarofstæki og kristinni kenningu, en halda keikir á vit fullrar aðildar að Evrópusambandinu.      

No comments:

Post a Comment