Saturday, April 14, 2012
Íslandi allt og Evrópusambandið
Það virðist vera altalað að ESB sé að snuða Ísland í pólitík og samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB - Evrópusambandinu. Auðvitað setur ESB upp samningaafstöðu sem er aðildarríkjum ESB hagstæð. En mestu skipti í samningaviðræðum við ESB er að "sitja sömu megin borðsendans og mótaðilinn". Eins og einn sænskur prófessor í stjórnmálafræði sagði: sænskir diplómatar eru sérfræðingar í pókerspilum, en í Brussel er ekki spilaður póker heldur bridds. Samningaviðræðurnar ganga ekki út á póker sem íslenskir diplómatar eru sérfróðir um. Þvert á móti snúast samningaviðræðurnar um bridds, svo notuð sé samlíking Bengt Sundelius við Uppsala-háskóla í Svíþjóð. Sjálfur hefur yfirlýstur andstæðingur ESB-aðildar Björn Bjarnason bent á það, að í Brussel taki menn bókstaflega þann lærdóm Brennu-Njáls sögu að "með lögum skal land byggja, en ólögum eyða". Þetta er heila málið, en pólitíksur vilji skipti líka máli. Þá þegar Svíþjóð fékk aðild að ESB var Carl Bildt forsrh Svíþjóðar, mæltur á þýsku og hafði góð tengsl við hinn einmála þýska eilifðarkanslara, Helmut Kohl. Það hjálpaði þeim Svíum og líka Finnum og Austurríkismönnum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment