Thursday, February 16, 2012
Norður og niður Kórea: um annarlegan málflutning!
Kóreustríðið stendur enn yfir, það var samið um vopnahlé. Hernaðarandstæðingar og sovétsinnar halda því mjög á lofti að stríð séu með öllu óþekkt í veraldarsögunni. Stefán Pálsson formaður hernaðarandstæðinga og sovétsinna segir það ekki berum orðum að aldrei hafa verið háð styrjöld í gervallri mannkynssögunni. En það er undirliggjandi í röksemdarfærslu hernaðarandstæðinga og sovétsinna að aldrei hafi verið háð stríð, styrjöld né heldur heimsstyrjöld. Kannski mætti segja að hernaðarandstæðingar og sovétsinnar að þeir séu í afneitun. Stríð sé of hræðilegt til að hægt sé að viðurkenna tilvist þess. En þá má benda hernaðarandstæðingum og sovétsinnum á það, að jafnvel á vorum dögum eru styrjaldir og stríðsrekstur víða um heim. Við prísum okkur sæl á Íslandi að vera fjarri heimsins vopnagný. Það sviptir okkur Íslendinga ekki ábyrgð á því að leggja af mörkum til öryggis- og varnarmála í okkar heimshluta. Annarra þjóða karlar og konur eða jafnvel börn líta öfundaraugum til Íslands einmitt af framangreindum sökum. Helsta váin gagnvart heimsfriðnum er ástandið á Kóreuskaga og ógnin frá Norður-Kóreu. Eins er hætta á vopnakapphlaupi í Miðausturlöndum ef Íran nær því marki að geta framleitt kjarnorkuvopn. Allt þetta verður að gefa gaum að og standa vörð um frelsi og frið, mannréttindi og lýðræði.
Tuesday, February 7, 2012
Dean Acheson og Ísland
Dean Acheson ritar í upphafi sjálfsævisögu sinnar að í viðskiptum sínum við íslenska ráðamenn hafi hann komist að meiru um sauðagærur heldur en hann hafi kært sig um að vita. Bandaríkin hafi eignast fleiri slíkar sauðagærur en Abraham hefði getað gert sér í hugarlund. Líklega er hér átt við Abraham Lincoln frekar en Abraham Biflíunnar, sem var faðir frekar en sonur Móses. Um Acheson var sagt "He did not suffer fools". En óþarfi er að endurskíra hann Ache(r)son eins og gert er í nýlegri bók og honum ruglað saman við samnefndan herforingja bandarískan sem dvaldi hér á tíma hersetu síðari heimsstyrjaldarinnar eða skömmu eftir það. Nýlega hafa svo komið út tvær ævisögur um Dean Acheson. Önnur heitir Acheson. The Secretary of State who Created the American World, en hin ber heitið Dean Acheson. A Life in the Cold War. Hvor bókin um sig, en líka sjálfsævisagan, eru afbragðsgóðar aflestrar. Til allrar hamingju höfðu Bandaríkjamenn á að skipa hæfum einstaklingum við upphaf kalda stríðsins, til að mynda Averell Harrimann, George C. Marshall, Harry S. Truman, og svo auðvitað téðum Acheson. Þetta mannval tryggði það að Bandaríkin komu á Pax Americana það sem eftir leið 20. öldinni.
Saturday, February 4, 2012
Tom Paine og nauðsyn endurnýjunar
Tom Paine reit: Lead; Follow; or get out of the way. Jóhanna Sig. er ekki leiðtogi. Það er ekki hún sem stýrir þeirri ríkisstjórn sem nú situr við völd. Jóhanna eftirlætur Steingrími Joð að ráða för í ríkisstjórnarsamstarfinu. Jóhanna er sem sagt fylgjandi Steingríms Joð. Tímaritið Economist hefur raunar bent á það, að Angela Merkel sé heldur ekki leiðtogi, heldur leiðitöm. Tímabært að jafnaðarmenn komist til valda í Þýskalandi og að Jóhanna víkji úr vegi, eins og Tom Paine ráðlagði fyrir rúmum tveimur öldum.
Subscribe to:
Posts (Atom)