Saturday, January 28, 2012

Jóhanna eyðilagði verkamannabústaðakerfið

Einstæða mæður gjalda þess nú að Jóhanna Sig. eyðilagði verkamannabústaðakerfið. Ferill Jóhönnu er varðaður mistökum og klúðri. Henni hefur tekist að forklúðra vinnu að nýrri sjávarútvegsstefnu sem forsætisráðherra. Í embætti félagsmálaráðherra, fyrra sinnið, rændi Jóhanna einstæðar mæður verkamannabústaðakerfinu.

Thursday, January 26, 2012

Ég er að lesa bókina um Berlínarkonuna. Áhrifamikil frásögn af lífi konu í Berlín undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þýdd úr þýsku af Arthúri Björgvin. Tími varla að fara út úr húsi til annarra verka. Ég sé til.

Monday, January 23, 2012

Mér sýnist ég hafa gerst meðlimur í minni eigin bloggsíðu. Ekki veit ég hvort það er góðs viti. Kannski maður sé of sjálfmiðaður. Gerist meðlimur í eigin bloggi. Halló! eða eins og maðurinn söng: hey! Is there anybody out there'
Hér verður reynt að kvabba um hvaðeina sem kemur upp í hugann. Málstaður lítilmagnans verður varinn. Stjórnmál koma við sögu. Einnig kvikmyndir og bækur. Vonandi mun þetta ekki koma mér í vandræði enda ekki tilgangurinn.