Það var enginn annar en rithöfundurinn rússneski Lev Tolstoy sem reit ofangreint, sem ég nota sem titil greinarinnar. Við lifum í dag á Íslandi við þrjú trúarstef eða -atriði sem mest ber á. Hið fyrsta er hannes-hólmsteinska ellegar hólmsteinsk nýfrjálshyggja. Allar stjórnmálastefnur taka á sig form trúarkreddu og - kenningar. Skýrasta dæmið um þetta er í dag téð hannes-hólmsteinska. Alla 20. öld bjuggu menn við að marxisim-lenísnisma var helsta trúarkredda kalda stríðsins og árin fyrir seinni heimsstyrjöldina. Marxismi-lenínismi, ellegar Stalínismi, voru trúarkreddur og -kenningar sem nutu afar mikils fylgis, einkum á meðal menntamanna. Hér skal aftur komið að Stalínisma neðar í þessum skrifum. Helgi Skúli Kjartansson prófessor hefur bent á einmitt það að samvinnustefnan hafi tekið á sig form trúarkreddu og -kenningar um miðja 20. öldina. Helgi Skúli hefur rannsakað þann þátt Íslandssögunnar og birt skrif um samvinnuhreyfinguna. Helgi Skúli hefur einmitt imprað á því að allar stjórnmálastefnu taki á sig þetta form. Hið annað er lúterskirkjan sem auðvitað er trúarkredda eins og Christoðher heitinn Hitchens hefur fjallað um í bók hans: God is not Great. Lothar De Maiziére sem var síðasti lúterstrúaður forsætissráðherra Austur-Þýsklands úr flokki Kristilegra demókrata lýsir afstöðu lúterskirkjunnar til endursameiningar Þýsklands árið 1990. De Maiziére fór fram á það við lúterskirkjuna í austri að hún fylgdi þeirri aldagömlu hefð að hringja kirkjuklukkum að lokinni styrjöld í Evrópu þá þegar Þýskland var endursameinað 3. október árið 1990. De Maiziére vísaði til þess að með úrlausn "Þýska vandamálsins" eða "Þýsku spurningarinnar" væri kalda stríðinu lokið og endi bundin á seinni heimsstyrjöldina í Evrópu, sem skipti álfunni í tvennt samkvæmt Jalta og Potsdam. Lúterskirkjan, sem De Maiziére hafði aðhyllst á tímum lommúnismans á þar eftir, var vísað frá vegna málaleitanar sinnar af lúterskirkjunni í Austur- og Vestur-Þýskalandi af þessum sögulega degi. Nóg um skilningsleysi kirkjunnar manna sem De Maizére lýsir á áhrifamikinn hátt í sjálfsævisögulegu riti hans sem ritað er við annnan mann. Hið þriðja trúaratriði er lögfræðinám sem er auðvitað ekkert annað en trúarinnræting, enda ekki um "lög-vísindi" að ræða, heldur þvert á móti engin vísindi.
Nasismimi Þriðja ríkis Adolfs Hitlers var þúsund ára staðleysa sem brást vonum. Stalínismi var þúsund ára ríki sem líka brást hrapallega. Franskir sósíalistar komu því fram með kenningu um "la derniére utopie" sem var samstarf Evrópuríkja. "Síðasta útópían" skyldi sameina þjóðir - ekki stofnanir - fólk skyldi vera sameinað undir einum hatti sem sósíalistarnir frönsku sáu að mundi gerast í Evrópu. Sú hefur líka verið raunin í því að þjóðir Evrópu hafa sameinast. Fólk ferðast á milli rikja og landa, menntast víða um álfuna, eignast vini, stundar viðskipti og nú mun nær óhugsandi - útilokað með öllu! - að komi til styrjaldar milli Frakklands og endursameinaðs Þýskalands í hjarta álfunnar. Í Þýsklandi er gjarna sagt: "Polen ist unsere Frankreich nach dem Osten". Alténd mun minningin um Auschwitz og útrýmingu sex milljóna gyðinga og ótölulegs fjölda annarra fórnarlamba, þar á meðal samkynhneiðgra, ekki falla í gleymskunnar dá. Auschwitz er í dag á pólsku landi og Pólland hlutu af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu, en hið síðarnefnda sameinar fólk og einstklinga, jafnt sem þjóðir, um alla Evrópu samtímans.
No comments:
Post a Comment