Wednesday, June 13, 2012

Ríkisstjórn SJS og Jóku riðar til falls

Auðvitað er þetta fyrst og fremst ráðuneyti og ríkisstjórn SJS en ekki Jóku. SJS var fjármálarh þá þegar áætlun AGS stóð yfir og nú er hann maðurinn sem á að ganga að sjávarútvegnum dauðum. Ekki heil brú í þessum árásum á lífsviðurværi fólks um allt land. Þó er maður langt í frá því að lesa Mogga dags daglega. En Þráinn hólmsteinski nýfrjálshyggu-hagfræðingur segir sem svo: kvótakerfið í sjávarútvegi er merkasta framlag Íslands til fiskihagfræðinnar ellegar stofnanahagfræðinnar. Í hinu síðarnefnda er Þráinn þessi prófessor á við háskóla á Íslandi og í Nýju Jórvík í samnefndu fylki/ríki Bandaríkjanna. Hvers vegna að leggja til atlögu við það sem vel hefur tekist til með, sem sé því að rekin sé frjáls markaðsbúskapur í sjávarútvegi Íslands. Meira að segja Evrópusambandið færir sig hægt og bítandi í átt að íslenska kvótakerfinu.

No comments:

Post a Comment