Friday, November 2, 2012

Allsherjarsamsærið

Hernaðarandstæðingar og Sovétsinnar fara mikinn í persónum borgarstjórans og Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar. Enn einn af sama sauðahúsi er Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sem formaður hinna "friðarsamtaka" sem réttu má kenna við hernaðarnadstæðinga. Einhvern veginn svona hljómar málflutningur hernaðarnadstæðinga og Sovétsinna þegar rasískum undirtóns málflutnings þeirra er sleppt:

Öll stríð mannkynssögunnar eru samsæri eða öllu heldur allsherjarsamsæri. Hið sama gildir um Tyrkjaránið sem er samsæri og ekkert slíkt átti sér raunverulega stað. Samsærið er alls staðar og alltumlykjandi. Seinni heimsstyrjöldin, Föðurlandsstríðið mikla, og fregnir af þeim og öllum öðrum stríðum eru samsæri kaldlyndra karla og kvenna.

Einhvern veginn svona hljómar málflutningur manna á borð  við Jón Gnarr, Guðmund Andra Thorsson og Stefán Pálsson. Auðvitað tekur engu tali að svara málflutningi hernaðarandstæðinga og Sovétsinna. Málflutningur slíkra manna er til háborinnar skammar. Borgarstjórinn ætti að skammast sín. Sannleikurinn er sá að fjarlægar þjóðir öfunda Íslendinga að hafa lifað um aldaraðir á þessari fjarlægu eyju. Hér hefur ríkt friður þrátt fyrir Tyrkjaránið og hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Á hitt má benda að í mannkynssögunni hafa alltaf verið stríð og styrjaldir þrátt fyrir "allsherjarsamsærið". Enn í dag geisa styrjaldir í fjarlægum heimsálfum. Þannig hefur það verið frá örófi alda og er enn í dag. Á Íslandi lifum við fjarri heimsins vígaslóð.

Nýlega fékk Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Ekki sá nóbelsnefndin sér fært á sínum tíma að veita Winston Churchill þau friðarverðlaun, líklega vegna sprengjuregnsins yfir Dresden. Hins vegar fékk WSC bókmenntaverðlaun Nóbels. Óhætt er að mæla með lestri á fyrri hluta, fyrsta bindis The Second World War efir Churchill sem heitir The Gathering Storm. Ætti sú bók að vera öllum skyldulesning en einkum hernaðarandstæðingunum og Sovétsinnunum, Guðmundi Andra, Stefáni og borgarsjóranefnunni.